Því miður svipað og í síðustu leikjum

Ralf Rangnick kemur skilaboðum áleiðis í dag.
Ralf Rangnick kemur skilaboðum áleiðis í dag. AFP

„Því miður var þetta svipað og í síðustu leikjum,“ sagði svekktur Ralf Rangnick, knattspyrnustjóri Manchester United, í samtali við BT Sport eftir 1:1-jafntefli við Southampton á heimavelli í ensku úrvalsdeildinni í dag.

„Við spiluðum mjög vel í fyrri hálfleik og gerðum það sem við ætluðum að gera. Við sköpuðum færi og skoruðum glæsilegt mark. Svo hættum við að gera það og við misstum taktinn í seinni hálfleik,“ sagði Þjóðverjinn.

United var með 1:0-forskot í hálfleik en Southampton jafnaði strax í upphafi seinni hálfleiks. „Við töluðum um að vera árásargjarnir í seinni hálfleik en svo sáum við það ekki á vellinum,“ bætti hann við.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka