Topplið Manchester City vann þægilegan 4:0 sigur á Norwich á Carrow Road í ensku úrvalsdeildinni í dag. Enski landsliðsmaðurinn Raheem Sterling var allt í öllu í liði City en hann skoraði þrennu.
Fyrsta markið kom eftir rúmlega hálftíma leik. Sterling skoraði þá eftir undirbúning Kyle Walker en þetta var eina mark fyrri hálfleiks. Strax í upphafi seinni hálfleiks tvöfaldaði svo Phil Foden forystu sinna manna en á 70. mínútu skoraði Sterling sitt annað mark. Á síðustu mínútum leiksins fengu gestirnir svo vítaspyrnu. Sterling steig á punktinn en Angus Gunn varði frá honum. Boltinn féll þó beint fyrir fætur Sterling sem skoraði úr frákastinu og fullkomnaði þrennu sína.
Með sigrinum jók City forskot sitt á toppi deildarinnar í 12 stig. Liverpool er í öðru sætinu og á tvo leiki til góða, og getur því minnkað bilið í sex stig. Norwich er í 18. sæti deildarinnar og ljóst er að það er hörð fallbarátta framundan hjá liðinu.