„Viljum vinna fleiri titla“

Tomas Tuchel og bikarinn í dag.
Tomas Tuchel og bikarinn í dag. AFP

Tomas Tuchel, stjóri enska knattspyrnuliðsins Chelsea, var að vonum stoltur eftir að lið hans vann framlengdan úrslitaleik heimsbikars karla í dag. Þjóðverjinn Kai Havertz skoraði sigurmark leiksins úr vítaspyrnu þegar lítið var eftir af framlengingunni.

„Þetta hættir aldrei, við viljum alltaf vinna fleiri titla. Við þurftum smá heppni í dag en við fengum hana, við gáfumst ekki upp og héldum alltaf áfram. Við áttum þetta sigurmark skilið.“

Titillinn var sá eini sem enska liðið hafði aldrei unnið, af þeim titlum sem í boði eru fyrir það.

„Ég tók þátt í því og ég er glaður að hafa fengið þetta tækifæri. Við töluðum um það í klefanum fyrir leik hvers lags tækifæri þetta væri.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka