Hugo Lloris átti erfiðan dag í marki Tottenham er liðið tapaði á heimavelli gegn Wolves í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta í dag.
Raúl Jiménez og Lendar Dedoncker skoruðu mörkin snemma leiks, bæði eftir mistök hjá Lloris. Hinum megin átti Jose Sá góðan leik í marki Wolves.
Svipmyndir úr leiknum má sjá í spilaranum hér fyrir ofan en mbl.is færir ykkur efni úr enska boltanum í samvinnu við Símann sport.