Liverpool þurfti að hafa fyrir 1:0-útisigri á Burnley í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta í dag. Liverpool er nú með 54 stig í öðru sæti en Burnley sem fyrr á botninum með 14 stig.
Burnley skapaði nokkur mjög fín færi í fyrri hálfleiknum á meðan Liverpool átti erfitt uppdráttar. Það kom því nokkuð gegn gangi leiksins þegar Fabinho skoraði á 40. mínútu eftir horn og var staðan í hálfleik 1:0.
Liverpool náði meiri stjórn á leiknum í seinni hálfleik, án þess þó að skapa sér mikið af færum. Hinum megin átti Burnley sína spretti, en Alisson í marki Liverpool þurfti ekki að taka á honum stóra sínum eftir leikhléið og Liverpool fagnaði eins mark sigri.
Burnley | 0:1 | Liverpool | Opna lýsingu Loka | |
---|---|---|---|---|
90. mín. Það verða að minnsta kosti þrjár mínútur í uppbótartíma. Liverpool virðist ætla að halda þetta út. | ||||
Augnablik — sæki gögn... |