Franski varnarmaðurinn Kurt Zouma er ekki í leikmannahópi West Ham í leik liðsins gegn Leicester í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í dag.
Myndband af slæmri meðferð Zouma á ketti fór í dreifingu á dögunum og neyddist leikmaðurinn til að koma fram og biðjast opinberlega afsökunar. Félagið fordæmdi hegðun leikmannsins en gerði ekkert meira í málinu. David Moyes, stjóri liðsins, hélt áfram að velja Zouma í liðið og var gagnrýndur fyrir það.
Zouma átti upphaflega að vera í leikmannahópi West Ham í leik dagsins en dró sig úr honum sjálfur. Ástæðan er sögð vera veikindi. Graeme Souness, fyrrum leikmaður og þjálfari Liverpool og núverandi sparkspekingur á Sky Sports tjáði sig um málið í útsendingunni í kringum leik dagsins.
„Ég finn ekkert til með honum.“