Tilþrifin: Ein augljósasta vítaspyrna tímabilsins

Leicester og West Ham skildu jöfn, 2:2 í ensku úrvalsdeildinni í knattspynu í síðdegisleik dagsins. 

Jarrod Bowen kom West Ham yfir áður en Youri Tielemans jafnaði úr vítaspyrnu. Aaron Cresswell fékk boltann þá í höndina inni í eigin teig og vítaspyrnurnar verða ekki mikið augljósari en þessi, afskaplega klaufalegt hjá enska bakverðinum.

Ricardo Pereira kom Leicester yfir í síðari hálfleik en í uppbótartíma jafnaði Craig Dawson metin og jafntefli því niðurstaðan.

Tilþrifin úr leiknum má sjá hér að ofan.

Leikur Leicester og West Ham var sýndur beint á Síminn Sport.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka