Portúgalarnir Cristiano Ronaldo og Bruno Fernandes sáu um að skora mörk Manchester United þegar liðið vann góðan 2:0-sigur á Brighton & Hove Albion í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu karla í kvöld.
Mark Ronaldos snemma í síðari hálfleiknum var einkar fallegt þar sem hann lék laglega með boltann og þrumaði honum svo í nærhornið af D-boganum.
Skömmu síðar var Lewis Dunk rekinn af velli eftir að hafa misst boltann fyrir framan eigin vítateig og brotið svo á Anthony Elanga sem var að sleppa einn í gegn.
Fernandes innsiglaði svo sigurinn á sjöundu mínútu uppbótartíma venjulegs leiktíma og þar við sat.
Mörkin tvö og rauða spjaldið má sjá í spilaranum hér að ofan.