Forráðamenn enska knattspyrnufélagsins Liverpool funda nú með umboðsmanni James Milner, miðjumanns liðsins, um nýjan samning. Það er Fabrizio Romano sem greinir frá þessu.
Milner, sem er 36 ára gamall, verður samningslaus í sumar en hann gekk til liðs við félagið frá Manchester City sumarið 2015.
Miðjumaðurinn hfeur verið varafyrirliði félagsins undanfarin ár en alls á hann að baki 274 leiki fyrir félagið í öllum keppnum.
Hann hefur einnig leikið með Aston Villa, Newcastle og Manchester City í ensku úrvalsdeildinni og þá á hann að baki 61 A-landsleik fyrir England.
Jürgen Klopp, stjóri Liverpool, greindi frá því í síðustu viku að hann vildi halda Milner þrátt fyrir að farið væri að síga á seinni hluta ferilsins hjá leikmanninum.