Jota fór meiddur af velli

Jürgen Klopp þurfti að taka Diogo Jota af velli.
Jürgen Klopp þurfti að taka Diogo Jota af velli. AFP

Diogo Jota, næstmarkahæsti leikmaður ensku úrvalsdeildarinnar í knattspyrnu, fór meiddur af velli í kvöld þegar Liverpool lagði Inter Mílanó á útivelli, 2:0, í sextán liða úrslitum Meistaradeildarinnar.

Jürgen Klopp, knattspyrnustjóri Liverpool, tók Jota af velli í hálfleik og setti Roberto Firmino inn á, og skýrði frá því eftir leikinn að það hefði verið vegna ökklameiðsla Portúgalans sem hefur skorað 12 mörk í úrvalsdeildinni í vetur. Hann hefði meiðst snemma í leiknum og ekki getað haldið áfram.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert