Kæra á hendur Manchester United

Peter Bankes sýnir Lewis Dunk rauða spjaldið eftir mótmæli og …
Peter Bankes sýnir Lewis Dunk rauða spjaldið eftir mótmæli og skoðun á atvikinu. AFP

Enska knattspyrnusambandið hefur lagt fram kæru á hendur Manchester United vegna framkomu leikmanna liðsins í leiknum við Brighton í úrvalsdeildinni í gærkvöld.

Á 53. mínútu leiksins sýndi Peter Bankes dómari leikmanni Brighton, Lewis Dunk, gula spjaldið fyrir að brjóta á Anthony Elanga, leikmanni Manchester United, sem var að komast í gott færi.

Leikmenn United hópuðust í kringum Bankes og voru mjög óhressir með að hann skyldi ekki sýna Dunk rauða spjaldið þar sem þeir töldu að Elanga hefði annars sloppið einn innfyrir vörn Brighton.

Í framhaldi af því skoðaði Bankes atvikið betur af skjá og ákvað í kjölfarið að reka Dunk af velli. Það kom þó ekki í veg fyrir að sambandið legði fram kæruna þar sem það taldi framkomu leikmannanna hafa farið yfir strikið. Einn þeirra, Bruno Fernandes, fékk gula spjaldið fyrir sinn þátt í mótmælunum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert