Leicester City er komið með annan fótinn í sextán liða úrslit Sambandsdeildar Evrópu í fótbolta eftir öruggan sigur á Randers frá Danmörku, 4:1, í fyrri leik liðanna í 24-liða úrslitunum í kvöld.
Wilfred Ndidi kom Leicester yfir á 23. mínútu en Vito Hammershoy-Mistrati jafnaði fyrir Danina á lokamínútu fyrri hálfleiks.
Enska liðið gerði hinsvegar út um leikinn í seinni hálfleik þegar Harvey Barnes og Patson Daka skoruðu á fyrstu tíu mínútnum og Kieran Dewsbury-Hall innsiglaði sigurinn með fjórða markinu á 74. mínútu.
Marseille vann Qarabag frá Aserbaídsjan, 3:1, í sömu keppni í Frakklandi og Serbarnir í Partizan Belgrad gerðu góða ferð til Tékklands þar sem þeir sigruðu Sparta Prag 1:0.