Leikmaður Liverpool setti met í gær

Harvey Elliott í eldlínunni í Mílanó í gær.
Harvey Elliott í eldlínunni í Mílanó í gær. AFP

Knattspyrnumaðurinn Harvey Elliott varð í gær yngsti leikmaður í sögu Liverpool til þess að byrja leik fyrir félagið í Evrópukeppni.

Elliott var í byrjunarliði enska liðsins gegn Inter Mílanó í fyrri leik liðanna í 16-liða úrslitum Meistaradeildarinnar á San Síró í Mílanó í gær.

Hann var 18 ára og 318 daga gamall en samherji hans Trent Alexander-Arnold átti metið en hann var 18 ára og 354 daga gamall þegar hann byrjaði sinn fyrsta leik gegn Spartak Mokvu árið 2017.

Aðeins er um að ræða leiki í Evrópukeppninni sjálfri að ræða, ekki í forkeppni, en Liverpool fór með 2:0-sigur af hólmi á Ítalíu. Síðari leikur liðanna fer fram 8. mars næstkomandi á Anfield í Liverpool.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert