„Þetta er sannkallaður stórleikur milli tveggja stórliða,“ sagði Michael Owen, einn af sérfræðingum ensku úrvalsdeildarinnar í knattspyrnu, þegar hann ræddi leik Mancehster City og Tottenham um helgina.
Leikurinn er síðasta leikur dagsins á morgun, laugardag, en City er í efsta sæti deildarinnar með 63 stig á meðan Tottenham er í harðri baráttu um Meistaradeildarsæti í áttunda sætinu með 36 stig.
„Við höfum séð marga frábæra leiki milli þessara tveggja liða í gegnum tíðina og það hefur líka skapast ákveðinn rígur á milli þeirra,“ sagði Owen.
„Við höfum séð mikið af mörkum þegar þessi lið mætast og svo má auðvitað ekki gleyma einvígi liðanna í 8-liða úrslitum Meistaradeildarinnar [tímabilið 2018-19] sem var algjörlega stórkostlegt,“ sagði Owen meðal annars.
Leikur Manchester City og Tottenham hefst klukkan 17:30 á laugardag og verður sýndur beint á Síminn Sport.