Lykilmenn verða að mæta til leiks

„Lykilmenn Tottenham verða að mæta til leiks ætli liðið sér að ná í úrslit,“ sagði Michael Owen, sérfræðingur ensku úrvalsdeildarinnar í knattspyrnu, fyrir leik Manchester City og Tottenham sem fram fer á Etihad-vellinum í Manchester á morgun.

City er í efsta sæti deildarinnar með 64 stig og hefur 9 stiga forskot á Liverpool sem er í öðru sætinu á meðan Tottenham er með 36 stig í áttunda sætinu, 7 stigum frá Meistaradeildarsæti.

„City er með svo marga frábæra leikmenn en að mínu mati hafa þeir Bernando Silva og Joao Cancelo verið bestu leikmenn City á leiktíðinni,“ sagði Owen.

„Kevin De Bruyne er einn besti leikmaður úrvalsdeildarinnar en ef við horfum á frammistöðu leikmannanna á tímabilinu hafa Silva og Cancelo verið í sérflokki,“ sagði Owen.

Leikur Manchester City og Tottenham hefst klukkan 17:30 á laugardag og verður sýndur beint á Síminn Sport.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert