Michael Owen fyrrverandi landsliðsmiðherji Englendinga telur að Antonio Conte, knattspyrnustjóri Tottenham Hotspur, þurfi að reyna að koma Pep Guardiola, knattspyrnustjóra Manchester City, á óvart með einhverjum hætti í dag þegar liðin mætast í ensku úrvalsdeildinni.
„Ég held að Conte verði að reyna eitthvað nýtt vegna þess að Manchester City er með betri leikmenn í nánast öllum stöðum og vinnur því væntnalega. Conte lítur eflaust þannig á að möguleikar Tottenham í þessum leik liggi í því að beita skyndisóknum,“ segir Owen meðal annars en vangaveltur hans má sjá í meðfylgjandi myndskeiði.
Leikur Manchester City og Tottenham Hotspur er sýndur í beinni útsendingu hjá Símanum Sport.