Dejan Kulusevski átti afar góðan leik er Tottenham vann 3:2-útisigur á Manchester City í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta í kvöld.
Sænski landsliðsmaðurinn lagði upp eitt mark og skoraði annað í ótrúlegum sigri en Kulusevski lagði upp sigurmarkið á Harry Kane í uppbótartíma.
Hann ræddi við Bjarna Þór Viðarsson eftir leik og sagði það bestu tilfinningu í heimi að vinna þegar enginn átti von sigri. Þá er hann mjög sáttur við móttökurnar hjá Tottenham eftir að hafa komið til félagsins frá Juventus í janúar.