Lygilegur sigur Tottenham í Manchester

Leikmenn Tottenham fagna í sigrinum magnaða.
Leikmenn Tottenham fagna í sigrinum magnaða. AFP

Tottenham vann ótrúlegan 3:2-útisigur á Manchester City í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta í kvöld en tvö mörk voru skoruð í uppbótartíma.

Tottenham byrjaði af miklum krafti og Dejan Kulusevski skoraði fyrsta markið strax á 4. mínútu eftir sendingu frá Son Heung-Min. City svaraði af krafti og sótti án afláts þangað til Ilkay Gundogan jafnaði loksins á 33. mínútu og var staðan í hálfleik 1:1.

Harry Kane kom Tottenham aftur yfir á 59. mínútu og aftur lagði Son upp markið. Virtist það ætla að verða sigurmarkið en City gafst ekki upp því Riyad Mahrez jafnaði úr víti á annarri mínútu uppbótartímans.

Kane sætti sig hinsvegar ekki við eitt stig því hann skoraði sigurmarkið á fimmtu mínútu uppbótartímans eftir sendingu frá Kulusevski og Tottenham fagnaði ótrúlegum sigri.

Manchester City er enn með sex stiga forskot á Liverpool á toppnum en Liverpool á leik til góða og liðin eiga enn eftir að mætast einu sinni. Tottenham er í sjöunda sæti með 39 stig.

Man. City 2:3 Tottenham opna loka
90. mín. Man. City fær víti City fær víti! Hendi á Cristian Romero. Það verða sjö mínútur í uppbótartíma.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert