West Ham og Newcastle skildu jöfn, 1:1, í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta í dag.
Craig Dawson kom West Ham yfir á 32. mínútu með skalla eftir aukaspyrnu en Joe Willock jafnaði í uppbótartíma fyrri hálfleiks er boltinn lak yfir marklínu West Ham.
Svipmyndir úr leiknum má sjá í spilaranum hér fyrir ofan en mbl.is færir ykkur efni úr enska boltanum í samvinnu við Símann sport.