Harry Kane tryggði Tottenham ótrúlegan 3:2-útisigur á Manchester City í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta er hann skoraði sigurmarkið á fimmtu mínútu uppbótartímans.
Riyad Mahrez hafði jafnað fyrir City úr víti á annarri mínútu uppbótartímans en Tottenham og Kane neituðu að sætta sig við eitt stig og úr varð ótrúlegur lokakafli.
Svipmyndir úr leiknum má sjá í spilaranum hér fyrir ofan en mbl.is færir ykkur efni úr enska boltanum í samvinnu við Símann sport.