Mörkin: Nýi maðurinn skoraði fyrir Liverpool

Kólumbíski landsliðsmaðurinn Luis Díaz fer vel af stað með Liverpool en hann gerði þriðja mark liðsins í 3:1-sigri á Norwich á heimavelli í dag.

Norwich komst óvænt yfir í upphafi seinni hálfleiks en Sadio Mané og Mo Salah sneru taflinu við, áður en Díaz gulltryggði sigurinn.

Svipmyndir úr leiknum má sjá í spilaranum hér fyrir ofan en mbl.is færir ykkur efni úr enska boltanum í samvinnu við Símann sport.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert