Emile Smith-Rowe og Bukayo Saka sáu um að gera mörk Arsenal í 2:1-heimasigri á Brentford í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta í dag.
Markið hjá Smith-Rowe var sérlega huggulegt en hann kláraði vel eftir góðan einleik.
Svipmyndir úr leiknum má sjá í spilaranum hér fyrir ofan en mbl.is færir ykkur efni úr enska boltanum í samvinnu við Símann sport.