Michael Owen fyrrverandi landsliðsmiðherji Englendinga spáir markaleik þegar Manchester City og Tottenham Hotspur eigast við í ensku úrvalsdeildinni í dag.
Owen telur að Manchester City muni hafa betur og þar muni heimavöllurinn hjálpa til. Hann spáir því sigri ensku meistaranna en í markaleik.
Spá Owens má sjá í meðfylgjandi myndskeiði en leikur City og Tottenham verður í beinni útsendingu hjá Símanum Sport.