Emmanuel Dennis skoraði sigurmark Watford er liðið lagði Aston Villa á útivelli í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta í dag.
Skoraði Dennis sigurmarkið um 10 mínútum fyrir leikslok. Roy Hodgson, knattspyrnustjóri Watford, vann þar með sinn fyrsta sigur sem stjóri liðsins og sá við gamla lærisveini sínum hjá Liverpool, Steven Gerrard, sem þjálfar Aston Villa.
Svipmyndir úr leiknum má sjá í spilaranum hér fyrir ofan en mbl.is færir ykkur efni úr enska boltanum í samvinnu við Símann sport.