Hakim Ziyech var hetja Chelsea er liðið vann nauman 1:0-sigur á Crystal Palace á útivelli í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta í dag.
Skoraði hann sigurmark liðsins á 89. mínútu en hann kom boltanum einnig í netið á 76. mínútu en þá var markið dæmt af.
Svipmyndir úr leiknum má sjá í spilaranum hér fyrir ofan en mbl.is færir ykkur efni úr enska boltanum í samvinnu við Símann sport.