Leeds United tekur á móti Manchester United í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu karla í dag. Í gegnum tíðina hefur verið um mikla markaleiki að ræða og það var sannarlega raunin tímabilið 2001/2002.
Liðin mættust þá á Elland Road líkt og þau munu gera í dag en þá litu sjö mörk dagsins ljós í 4:3-sigri Man. Utd.
Mark Viduka, Ian Harte og Lee Bowyer skoruðu mörk heimamanna á meðan Ole Gunnar Solskjær skoraði tvö mörk fyrir Man. Utd auk þess sem Paul Scholes og Ryan Giggs komust á blað.
Í spilaranum hér að ofan má sjá öll mörkin í þessum skemmtilega leik sem fór fram fyrir rétt tæplega tuttugu árum.
Leikur Leeds og Man. Utd hefst klukkan 14 í dag og verður sýndur í beinni útsendingu á Símanum Sport.