„Skiptingarnar í hálfleik skiluðu Leeds tveimur mörkum strax í upphafi síðari hálfleiks,“ sagði Gylfi Einarsson, fyrrverandi landsliðsmaður í knattspyrnu og sérfræðingur hjá Síminn Sport, í uppgjöri eftir leik Leeds og Manchester United sem fram fór í ensku úrvalsdeildinni á Elland Road í Leeds í dag.
Leiknum lauk með 4:2-sigri en United leiddi 2:0 í hállfeik áður en Leeds tókst að jafna metin í 2:2 snemma í síðari hálfleik.
United var hins vegar sterkari aðilinn undir lokin og bætti við tveimur mörkum til viðbótar til þess að gulltryggja sigurinn.
„Ég hélt að þakið myndi rifna af stúkunni þegar þeir jöfnuðu metin og hávaðinn og stemningin á vellinum var frábær,“ sagði Gylfi.
„Ég tek undir það. Ég hef farið á marga velli hérna á Englandi en maður skynjaði ástríðuna sem stuðningsmenn Leeds hafa fyrir liðinu á vellinum í dag,“ sagði Bjarni Þór Viðarsson meðal annars.
Leikur Leeds og Manchester United var sýndur beint á Síminn Sport.