Daniel Podence reyndist hetja Wolves þegar liðið tók á móti Leicester í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu á Molineux-vellinum í Wolverhampton í dag.
Leiknum lauk með 2:1-sigri Wolves en Podence skoraði sigurmark leiksins um miðjan síðari hálfelikinn.
Rúben Neves kom Wolves yfir strax á 9. mínútu áður en Ademola Lookman jafnaði metin fyrir Leicester undir lok fyrri hálfleiks.
Wolves fer með sigrinum upp í sjöunda sæti deildarinnar í 40 stig en Leicester, sem er án sigurs í síðustu fimm deildarleikjum sínum, er með 27 stig í ellefta sætinu.