Náði óeftirsóknarverðum áfanga

Romelu Lukaku var ekki beint mikið í boltanum um helgina.
Romelu Lukaku var ekki beint mikið í boltanum um helgina. AFP

Romelu Lukaku, sóknarmaður Chelsea, setti met yfir fæstar snertingar í leik í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu karla þegar liðið vann 1:0-útisigur á nágrönnum sínum í Crystal Palace í deildinni á laugardag.

Lukaku lék allan leikinn, 90 mínútur auk uppbótartíma, en snerti boltann aðeins sjö sinnum, þar á meðal einu sinni þegar hann tók miðju í upphafi leiks.

Þetta eru fæstar snertingar leikmanns í deildinni frá því farið var að safna slíkri tölfræði saman tímabilið 2003/2004.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert