Klopp: City vinnur örugglega um helgina

Jürgen Klopp hvetur sína menn til dáða á hliðarlínunni í …
Jürgen Klopp hvetur sína menn til dáða á hliðarlínunni í kvöld. AFP

„Ég átti ekki von á þessum úrslitum,“ sagði Jürgen Klopp, knattspyrnustjóri Liverpool, í samtali við BBC Sport eftir 6:0-sigur liðsins gegn Leeds í ensku úrvalsdeildinni á Anfield í Liverpool í kvöld.

Liverpool leiddi 3:0 í hálfleik og bætti svo við þremur mörkum til viðbótar í síðari hálfleik en þeir Mohamed Salah og Sadio Mané skoruðu tvö mörk hvor fyrir Liverpool í leiknum.

„Þeir er virkilega erfitt að ætla verjast okkur maður á mann í 90 mínútna fóboltaleik, sérstaklega leikmönnum eins og Mohamed Salah og Sadio Mané.

Það var stærsta vandamál Leeds í leiknum og þess vegna skoruðum við sex mörk gegn þeim,“ sagði Klopp.

Liverpool er nú með 60 stig, þremur stigum minna en topplið Manchester City, þegar tólf umferðir eru eftir af tímabilinu.

„Það munar þremur stigum á okkur og City. Um helgina verður munurinn aftur 6 stig þar sem City vinnur örugglega. Við þurfum að vinna þá leiki sem við eigum eftir ef við ætlum okkur að eiga möguleika.

Það er skemmtilegra fyrir hinn almenna áhorfenda ef það er mjótt á mununum en það er mikið af erfiðum leikjum eftir og nóg af stigum í boði. Við munum að sjálfsögðu gera allt sem í okkar valdi stendur til þess að komast á toppinn,“ bætti Klopp við.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert