Misstu tvo meidda af velli

Mateo Kovacic með boltann í leiknum gegn Lille í gærkvöld.
Mateo Kovacic með boltann í leiknum gegn Lille í gærkvöld. AFP

Evrópumeistarar Chelsea misstu tvo leikmenn af velli vegna meiðsla í gærkvöld þegar liðið lagði Lille að velli, 2:0, í fyrri leik liðannna í sextán liða úrslitum Meistaradeildarinnar í fótbolta.

Mateo Kovacic og Hakim Ziyech þurftu báðir að fara af velli snemma í seinni hálfleiknum og Thomas Tuchel knattspyrnustjóri sagði eftir leikinn að ekki væri ljóst hvort um alvarleg meiðsli væri að ræða.

„Ég veit ekki hvernig staðan er. Ég hefði átt að taka Kovacic út af í hálfleik. Varðandi Hakim hef ég ekki rætt við lækninn og veit ekki hvernig staðan er á honum. Sem betur fer eru nokkrir dagar til stefnu til sunnudags, það eru of margir meiddir hjá okkur en vonandi verða einhverjir þeirra þá leikfærir," sagði Tuchel en Chelsea mætir Liverpool í úrslitaleik enska deildabikarsins á Wembley á sunnudaginn.

Seinni leikur Lille og Chelsea fer fram í Frakklandi 16. mars.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert