Wilfried Zaha gulltryggði 4:1-útisigur Crystal Palace á Watford í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta í kvöld.
Í stöðunni 2:1 og þegar skammt var eftir tók Zaha til sinna mála og skoraði tvö hugguleg mörk á lokakaflanum og tryggði sínu liði þrjú stig.
Svipmyndir úr leiknum má sjá í spilaranum hér fyrir ofan en mbl.is færir ykkur efni úr enska boltanum í samvinnu við Símann sport.