Vilja metfé fyrir fyrirliðann

Declan Rice er samningsbundinn West Ham til 2024.
Declan Rice er samningsbundinn West Ham til 2024. AFP

Forráðamenn enska knattspyrnufélagsins West Ham hafa sett 120 milljón punda verðmiða á Declan Rice, fyrirliða liðsins.

Það er Times sem greinir frá þessu. Rice, sem er 23 ára gamall, hefur verið frábær fyrir West Ham það sem af er tímabili og einn besti miðjumaður deildarinnar.

Hann er uppalinn hjá Chelsea en gekk til liðs við West Ham árið 2017 og á hann að baki 177 leiki fyrir félagið í öllum keppnum þar sem hann hefur skorað 9 mörk. Þá á hann að baki 27 A-landsleiki fyrir England.

Rice hefur verið sterklega orðaður við brottför frá félaginu undanfarnar vikur en bæði Manchester United og Chelsea hafa mikinn áhuga á leikmanninum.

Jack Grealish er sem stendur dýrasti enski leikmaðurinn en Manchester City borgaði Aston Villa 100 milljónir punda fyrir leikmanninn síðasta sumar.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert