Abramovich lætur af störfum

Roman Abramovich.
Roman Abramovich. AFP

Rússinn umdeildi Roman Abramovich, eigandi enska knattspyrnuliðsins Chelsea, hefur stigið til hliðar úr hlutverki sínu hjá félaginu. 

Í kjölfar innrásar Rússa í Úkraínu hefur Abramovich sett stjórnvölin í hendur annarra innan félagsins og ætlar hann að draga sig úr sviðsljósinu tímabundið hið minnsta. Það er þó tekið skýrt fram að hann er enn eigandi félagsins og að það sé ekki til sölu.

Abramovich hefur lengi verið umdeildur en hann er nátengdur forseta Rússlands, Vladimir Putin.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert