Tottenham vann afar þægilegan 4:0-sigur á Leeds á útivelli í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta í dag. Tottenham er nú í sjöunda sæti með 42 stig en Leeds áfram í 15. sæti með 23 stig, aðeins þremur stigum fyrir ofan fallsæti.
Tottenham byrjaði af miklum krafti og Matt Doherty kom liðinu yfir á 10. mínútu eftir sendingu frá Ryan Sessegnon á vinstri kantinum.
Aðeins fimm mínútum síðar bætti Dejan Kulusevski við öðru markinu, eftir sendingu frá Doherty, og Harry Kane skoraði þriðja markið á 27. mínútu.
Tottenham átti í litlum erfiðleikum með að spila sig í gegnum vörn Leeds á meðan heimamenn sköpuðu sér lítið hinum megin. Var staðan í leikhléi því 3:0.
Gestirnir í Tottenham voru áfram sterkari í seinni hálfleik og Heung-Min Son gulltryggði 4:0-sigur á 85. mínútu eftir langa sendingu fram völlinn hjá Harry Kane og þar við sat.