Bielsa að fá reisupassann?

Marcelo Bielsa gæti hafa stýrt sínum síðasta leik með Leeds.
Marcelo Bielsa gæti hafa stýrt sínum síðasta leik með Leeds. AFP

Leeds United tapaði sínum fjórða leik í röð í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta í dag er liðið lá á heimavelli gegn Tottenham 0:4. The Athletic greinir frá að þolinmæði stjórnarformanna Leeds á argentínska knattspyrnustjóranum Marcelo Bielsa sé á þrotum.

Leeds hefur tapað leikjunum fjórum með markatölunni 17:2 og hefur liðið fengið 60 mörk á sig í deildinni á leiktíðinni, flest allra. Liðið er aðeins þremur stigum fyrir ofan fallsæti þegar tólf leikir eru eftir.

Bielsa er á sínu fjórða tímabili með Leeds en hann hefur náð eftirtektarverðum árangri með liðinu. Hann stýrði því upp í efstu deild á sínu öðru tímabili eftir 16 ár utan deild þeirra bestu.

Nú virðist Bielsa hinsvegar vera kominn á endastöð. Bandaríkjamaðurinn Jesse Marsch hefur verið orðaður við stjórastöðuna hjá Leeds en hann hefur m.a. stýrt Salzburg í Austurríki og Leipzig í Þýskalandi.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert