City lagði Everton með herkjum

Phil Foden fagnar eina marki leiksins í dag.
Phil Foden fagnar eina marki leiksins í dag. AFP

Manchester City vann torsóttan 1:0 útisigur á Everton í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í dag.

Eina mark leiksins kom í síðari hálfleik þegar Phil Foden skoraði eftir mikinn vandræðagang í vörn Everton. 

Heimamenn voru líklega rændir vítaspyrnu undir lok leiks þegar boltinn fór klárlega í hönd Rodri í teig City-manna. Varsjáin skoðaði atvikið gaumgæfilega og dæmdi að lokum ekki neitt.

City er á toppi deildarinnar með 66 stig eftir 27 leiki. Liðið er með sex stiga forskot á Liverpool sem á leik til góða. Everton er í vandræðum í neðri hluta deildarinnar en liðið missti Newcastle upp fyrir sig fyrr í dag. Everton er í 17. sæti deildarinnar, einungis einu sæti og einu stigi fyrir ofan fallsæti.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert