Matt Holland, fyrrverandi leikmaður í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu, telur að Everton sé með betur mannað lið en liðin fyrir neðan í deildinni.
Honum þykir Frank Lampard hafa haft góð áhrif á Everton frá því hann tók við sem knattspyrnustjóri og liðið ætti ekki að þurfa að lenda í fallbaráttu.
Holland bendir á að Lampard hafi náð í hæfileikaríka leikmenn í janúar. En það séu leikmenn sem hafi ekki sýnt sitt besta síðustu átján mánuði. Þeir séu hæfileikaríkir og Lampard þurfi að ná fram því besta í þeim.
Ummæli Hollands má sjá í meðfylgjandi myndskeiði frá Símanum Sport.