Guardiola á meðal þeirra bestu frá upphafi?

Matt Holland fyrrverandi leikmaður í ensku úrvalsdeildinni telur að Pep Guardiola hafi unnið fyrir því að vera nefndur í sömu andrá og bestu knattspyrnustjórarnir í sögu ensku úrvalsdeildarinnar. 

Holland segir á að Manchester City hafi verið mjög stöðugt undir stjórn Guardiola og hafi spilað afar skemmtilegan fótbolta. 

Holland bendir einnig á að þótt aðrir knattspyrnustjórar hafi kortlagt leikstíl City þá takist þeim ekki endilega að sjá við Guardiola þegar á hólminn sé komið. 

Ummæli Hollands má sjá í meðfylgjandi myndskeiði. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert