Lærisveinar Steven Gerrard hjá Aston Villa unnu kærkominn 2:0-útisigur á Brighton í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta í dag. Fyrir leikinn hafði Villa aðeins unnið einn af síðustu fimm leikjum sínum.
Leikurinn fór hálftíma seinna af stað en áætlað var, þar sem liðsrúta Aston Villa lenti í umferðateppu og komst ekki á völlinn í tæka tíð.
Pólski landsliðsmaðurinn Matty Cash kom Villa yfir á 17. mínútu og Ollie Watkins bætti við marki á 68. mínútu og þar við sat. Brighton er í 10. sæti með 33 stig og Villa í 12. sæti með 30 stig.