Matt Doherty, Dejan Kulusevski, Harry Kane og Heung-Min Son skoruðu allir þegar Tottenham vann auðveldan 4:0-útisigur á Leeds í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta í dag.
Doherty, Kulusevski og Kane skoruðu allir í fyrri hálfleik og Kane lagði upp mark á Son í seinni hálfleik til að gulltryggja þægilegan sigur.
Svipmyndir úr leiknum má sjá í spilaranum hér fyrir ofan en mbl.is færir ykkur efni úr enska boltanum í samvinnu við Símann sport.