Matt Holland, sem lék á sínum tíma yfir 200 leiki í ensku úrvalsdeildinni, á von á því að Manchester City eigi erfiðan leik fyrir höndum er liðið mætir Everton í deildinni klukkan 17:30 í dag.
Holland segir að erfiðara sé að mæta Everton eftir að Frank Lampard tók við liðinu af Rafael Benítez, en úrslitin hafa skánað eftir innkomu Lampards.
Innslagið má sjá í heild sinni í spilaranum hér fyrir ofan en mbl.is færir ykkur efni úr enska boltanum í samvinnu við Símann sport.