Stigahæst í undanúrslitunum

Sara Rún Hinriksdóttir í leik með íslenska landsliðinu.
Sara Rún Hinriksdóttir í leik með íslenska landsliðinu. Ljósmynd/FIBA

Flottur leikur Söru Rúnar Hinriksdóttur dugði ekki til þegar lið hennar, Phoenix Constanta féll úr leik í rúmenska bikarnum í körfubolta. Phoenix tapaði 90:67 fyrir Satu Mare í undanúrslitum.

Sara lauk leiknum með 17 stig, átta fráköst og tvær stoðsendingar en hún var stigahæst í liði Phoenix. Cristina Rosten átti einnig flottan leik en hún skoraði 13 stig og tók 15 fráköst. Framlag annarra leikmanna var þó ekki nægilega mikið og því fór sem fór.

Þetta var annað tap Phoenix fyrir Satu Mare í röð en fyrir viku síðan mættust liðin í deildinni. Þá vann Satu Mare fimm stiga sigur.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert