Brentford fær Newcastle í heimsókn í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu á Brentford Community-leikvanginn í London klukkan 15.00 og leikurinn er sýndur beint hér á mbl.is.
Útsendingin hefst kl. 14.30 með upphitun fyrir leikinn á Símanum Sport og er á sérvefnum Enski boltinn. Flautað er til leiks klukkan 15.00 en leikurinn er jafnframt í beinni textalýsingu.
Brentford er í fjórtánda sæti deildarinnar með 24 stig og Newcastle er í sautjánda sæti með 22 stig.