Manchester City vann heldur betur erfiðan 1:0 útisigur á Everton í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í dag.
Englendingurinn Phil Foden skoraði eina mark leiksins eftir mikinn vandræðagang í vörn heimamanna.
Everton vildi fá vítaspyrnu í uppbótartíma þegar boltinn fór klárlega í hönd Rodri inni í teig City. Varsjáin skoðaði atvikið en ekkert var dæmt.
Tilþrifin úr leiknum má sjá í spilaranum hér að ofan.
Leikur Everton og Manchester City var sýndur beint á Síminn Sport.