Newcastle hefur ekki tapað í sjö leikjum í röð í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu en liðið vann Brentford 2:0 á útivelli í dag.
Joshua Dasilva fékk að líta rauða spjaldið á 10. mínútu leiksins en Joelinton og Joe Willock skoruðu mörk gestanna í fyrri hálfleik.
Tilþrifin úr leiknum má sjá í spilaranum hér að ofan.
Leikur Brentford og Newcastle var sýndur beint á Síminn Sport.