Manchester United og Watford gerðu markalaust jafntefli á Old Trafford í Manchester í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í dag.
Heimamenn í United fengu urmul af færum í leiknum en á einhvern óskiljanlegan hátt náðu þeir ekki að koma boltanum í netið. Minnstu mátti svo muna að Watford stæli sigrinum undir lokin þegar Ismaila Sarr átti gott skot rétt framhjá markinu.
Helstu tilþrif leiksins má sjá í spilaranum hér að ofan.
Leikur Manchester United og Watford var sýndur beint á Síminn Sport.