Manchester United þurfti að sætta sig við markalaust jafntefli á heimavelli gegn Watford í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta í dag, þrátt fyrir mikla yfirburði.
United skapaði sér fjölmörg færi í báðum hálfleikjum en hetjuleg barátta gestanna frá Watford dugði að lokum til að fá eitt stig.
Bruno Fernandes fékk bestu færi United í fyrri hálfleik en Ben Foster í marki Watford varði í tvígang glæsilega frá Portúgalanum. Anthony Elanga fékk besta færið í seinni hálfleik en hann skaut framhjá, einn gegn Foster. Watford skapaði sér nánast engin færi, en fær þrátt fyrir það eitt stig.
United er í fjórða sæti deildarinnar með 47 stig og Watford í 19. sæti með 19 stig.
Man. Utd | 0:0 | Watford |
Opna lýsingu ![]() ![]() |
![]() ![]() |
---|---|---|---|---|
90. mín. Jadon Sancho (Man. Utd) á skot framhjá Fær boltann á vinstri kantinum og fer inn á völlinn en skotið rétt framhjá fjærstönginni. Fínasta tilraun. | ||||
Augnablik — sæki gögn... |