West Ham er komið í átta liða úrslit ensku bikarkeppninnar í fótbolta eftir 1:0-útisigur á Reading í dag. Úrslitin réðust í framlengingu.
Dagný Brynjarsdóttir byrjaði á varamannabekk West Ham og kom inn á hjá liðinu á 74. mínútu til að skora sigurmarkið. Það gerði hún í uppbótartíma fyrri hálfleiks framlengingarinnar en staðan eftir venjulegan leiktíma var markalaus.
West Ham hefur verið á fínu skriði og unnið þrjá leiki af síðustu fjórum í öllum keppnum en liðið er í 7. sæti ensku úrvalsdeildarinnar með 20 stig eftir 14 leiki.