Caoimhin Kelleher, varamarkvörður enska knattspynuliðsins Liverpool, átti frábæran leik er lið hans vann Chelsea í vítaspyrnukeppni í úrslitaleik enska deildabikarsins í dag.
Kelleher var öruggur í sínum aðgerðum í leiknum og varði nokkrum sinnum mjög vel. Jürgen Klopp, stjóri Liverpool hrósaði markverðinum unga í hástert eftir leik.
„Alisson Becker er að mínu mati besti markvörður í heimi og Kelleher er besti varamarkmaður í heimi. Hann átti frábæran leik í dag.
Varamarkmaður þarf að vera klár þegar kallið kemur. Ég man eftir a.m.k. tveimur frábærum markvörslum frá honum í leiknum, mögulega fleirum. Hann sýndi það að ákvörðunin að spila honum var hárrétt. Hann var í hæsta klassa í dag.“